Wednesday, August 25, 2010

korter í brottför...


Elsku,elsku Mílanóferðin okkar Sólrúnar hófst á fimm tíma ljúffengri seinkun:* Sem þýðir að við verðum að lenda í borginni á milli 3 og 4 í nótt.. engar rútur þá á ferðinni svo snotru leigubílsstjórarnir neyðast til þess að hafa af okkur þó nokkrar evrur. Hótelið sem við ætluðum að vera á tjékkar heldur ekki inn á nóttunni svooo það er búið að redda fyrir okkur öðru hóteli sem við eigum að gista á fyrstu nóttina, eða það sem eftir verður af henni.. ehh :) Svooo dröslum við töskunum yfir á hitt þegar við vöknum. 

Dagurinn í dag hefur þó verið náðugur hjá okkur. Kíkkuðum út að borða á Aroma og aðeins í búðir. Snæðingur með Hildi og Sveinbirni Þorra í bakaríinu um kaffileitið og sykursætur rómófílingur í loftinu. En nú er að koma að þessu.

Mamma ekki gráta. Hulda ekki örvænta.

Farvel, Dóra og Sólrún sem geta ekki beðið eftir því að tárast úr störu yfir ,,The last supper " ooog öllu fíneríinu!

Tuesday, August 24, 2010

,,BÆ!"





Ég hef komist að því að það að kveðja er ekkert sérlega létt athöfn. Vikan hjá mér hefur þó verið góð. Vann síðasta daginn minn á Fuglasafninu á föstudaginn síðasta og eftir það var ekki aftur snúið, ég neyddist til þess að hefjast handa við að kveðja og pakka. Yndin mín Sverrir og Guðný hafa verið mér alveg ómetanleg og ætli ég hafi ekki áttað mig á því að ég væri í raun og veru að fara til Ítalíu þegar ég var búin að tæma litla herbergið mitt í Mývatnssveitinni og vafði örmum mínum utan um hálsinn á þeim. Knúsaði svo Þóru mína á leiðinni í heim í dalinn. Snótinn skellti upp skeifu og gaf mér ís :* Laugardagurinn fór í "pakkerí-panikk"..hvaða dama kemur fötum og helstu nauðsynjum fyrir, fyrir allavega hálft ár í eina tösku sem aðeins má vega 20 kg? Ég rétt slapp.. en elsku búðirnar í Ítalíu meiiiiga knúsa mig! Mamma og pabbi skelltu svo í síðustu kvöldmáltíðina og snæddum við fjölskyldan saman eðal læri og fínheit ásamt afa og ömmu. Síðan kíkti ég yfir í Búvelli til fjölskyldu minnar númer 2 þar sem ,,eftirréttar - veislan" tók við mér. Simbi hafði að sjálfsögðu skellt í úrvals kakóið sitt og Sólrún og Hulda bakað þó nokkrar möffins og skreytt listilega;) ,,Bæ!" virtist vera þemað haha.. Til að tryggja að allir rúlluðu inn í draumaheiminn að snæðingi loknum voru vöfflur og tilheyrandi einnig á borðinu. Ómæ.

Sunnudagurinn var síðan erfiður en endaði fyrir sunnan ;)  Síðustu daga hef ég verið  að snúast, knúsa og kyssa ættingjana og versla "ferða-nauðsynjar" . Rólegur og góður dagur í gær með ömmu Diddu og afa Helga, kvöldmatur í Álfaskeiðinu þar sem ég náði einnigað knúsa Grímshúsar fjölskylduna mína og eitt stk. Írisar faðmlag. Átti náðugar stundir með Stínu og Steina, hitti auperíuna snotru sem var einu sinni hjá fjölskyldunni og knúsaði Ingu Jónu Hagkaupsdömu..  sé svo fram á að vakna og knúsa Þórey og co - þangað til Húbbi kreistir fram tár ;) Amma Þóra ætlar svo að sjá um að koma okkur Sólrúnu á flugvöllinn. Brottför 16:50. Á þessum tíma á morgun verð ég stödd í Mílanó, borg tískunnar. Fljúgandi fugl.
Ciao ;)

Wednesday, August 18, 2010

Life is beauty, admire it..

















































Sumarið mitt hefur verið yndislegt. Fullt af hlátri, fullt af hjólaferðum í vinnuna, fullt af íslensku djammi, fullt af freknum, fullt af góðum minningum. Fullt af allskonar fegurð!

Trúi ekki að það séu í raun bara sjö dagar í að ég láti mig hverfa af skerinu. Tíminn líður ótrúlega hratt. Vikan verður fljót að líða og áður en ég veit af verðum við Sólrún viltir spekingar í verslunum Mílanóborgar! Ekki laust við smá kvíða fyrir því að kveðja alla og svo Sólrúnu á flugvellinum þegar hún fer heim eftir fimm daga, verslunarfyllerí og fjölskyldan mín í Brunate tekur við mér. En spenningurinn yfir því að vera að fara í raun og veru og öllum tækifærunum í lífinu, kaffærir nánast öllum kvíðanum! Ný tilfining get ég sagt ykkur hjá mér. Auperína í fjallaþorpi í Ítalíu :)

- DóraKristín