Wednesday, February 29, 2012

Sé ykkur í nótt





Næst þegar ég dett í lestrar notalegheit, bráðlega? Þá er þessi heimur ofarlega á listanum. Annars er listinn orðinn langur. Svo langur að gott er að lesa eitthvað öruggt, eitthvað sem þú hefur lesið svo oft áður að ekkert er eftir nema njóta.

Vona að ég kíkki við þarna í nótt.



Monday, February 27, 2012

Dagur í snjó, vúhú

















Hverjum finnst ekki gaman að renna sér ? Renna svo samloku og súkkulaði möffins niður með heitu kakói? Rennaaa. VÚHÚÚÚ.. okey dottin í svefngalsa, sofa? Held það. Lærum svo vel á morgun!

Annars er ég að deyja úr spenningi yfir því að litli Afríkubúinn minn, Íris ætlar að stíga út úr flugvélinni, kolsvört, næsta fimmtudag. Hversu huggulegt.. elska þennan fiðring:)

Góða. nótt, þið. öll.

Ævintýr















Fór í göngutúr með litlu systkinum mínum sem endaði sem ævintýr. Var ég búin að minnast á hversu mikið ég elska sveitina mína? ;) Held suður á leið í dag .. þangað til morgunkaffi hjá afa, hádegismatur hjá bróður mömmu, drösla draslinu mínu saman í töskuna ooog hafa sig síðan af stað. Fínpússun á ritgerð má bíða þangað til á morgun.
Fékk tvö lítil faðmlög í rúmið í morgun..vildu bara kveðja mig aftur....

Few Fairytale Pictures That I Took...love being at home but I'm going back to Reykjavík today....

Saturday, February 25, 2012

,,Dóra, nennirðu að koma út að leika? plíísss ;)"


Hressandi þessir úti leikir ;) Yndislegur dagur. Fleiri myndir væntanlegar. Þangað til...svefn?
Góða nótt kærleiksbangsar.

Friday, February 24, 2012

Upp í skýjunum



Í morgun var ég upp í skýjunum en núna kúrí ég í herberginu mínu heima í sveit. Notalegt. Smá ritgerðarskrif en annars bara ljúf helgi framundan. Heilsa svo aftur upp á Reykjavík á mánudaginn. Þangað til, NORÐURLAND ég kann vel við þig.

Tuesday, February 21, 2012

AfmælisGrallari




Málaði mynd um daginn af litlum afmælisGrallara, frænku minni og gaf henni í afmælisgjöf. Prinsessan varð himinsæl sem og móðirin sem gerði mig ánægða. Eftir það hef ég fengið nokkrar beiðnir um að mála myndir fyrir fólk og tek það að mér með glöðu geði. Ef þið hafið áhuga og einhvern kærkominn einstakling, einstaklinga í huga þá sakar ekkert að senda mér fyrirspurn á dorakb@hotmail.com og mynd með og við sjáum hvenær ég hef tíma ;)


Picture I painted of my little aunt, few days ago and gave her for her birthday. 

dreymandi













Þó lífið sé fínt hér í Reykjavík og það heilli mig þá er ég farin að þrá náttúruna og frelsið mjög mikið!!!! Það er eitthvað sem þrengir að mér hér, hugsunum mínum .. en fátt er það sem jafnast á við að anda að sér víðáttunni. Horfa á tignarleg fjöll..vafra um í huganum.  Í framhaldinu kviknar ferðalöngunin, fara í óplanað ferðalag, óháð tíma, eitthvert. Þangað til býst ég við að notaleg heimsókn í sveitina mína dugi mér. Farin að hlakka til sumarsins þar.